Guðbrandur Baldursson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Vestfirskra ævintýraferða, sem meðal annars gerir út rútuflota frá Ísafirði. Starfið er nýtt innan veggja fyrirtækisins, sem fram til þessa hefur að mestu sinnt hópferðaakstursþjónustu á svæðinu, meðal annars akstri Strætó og fyrir félagsþjónustu Ísafjarðarbæjar. Í samstarfi við Vesturferðir sinnir fyrirtækið að stærstum hluta akstri gesta skemmtiferðaskipa sem kaupa ferðir á svæðinu. Guðbrandur segir að fyrst um sinn muni hann einbeita sér að heimamarkaði, en í framhaldinu verði horft til annarra markaðssvæða. Hann segir hina nýju stöðu í mótun og muni störf hans vera fólgin í almennu sölu- og markaðstarfi, svo sem: Kynningu á fyrirtækinu, svörun tilboða, sölusýningum og ráðstefnum og í raun allt sem rúmast innan markaðssetningu fyrirtækisins á sviði ferðaþjónustu.
Guðbrandur hefur komið víða við og kynnst ferðaþjónustu frá ýmsum sjónarhornum. Hann hefur verið í hópbifreiðaakstri hjá fyrirtækinu, sem öðrum aðilum undanfarin ár. Hann hefur einnig starfað í veitingageiranum, en hann rak til að mynda veitingasölu í Faktorshúsinu á Ísafirði eitt sumar. Guðbrandur lagðist í víking í vetur þar sem hann kynnti sér starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja og skoðaði ferðamannastaði á Ítalíu, í Ungverjandi, Austurríki, Sviss og Þýskalandi. Guðbrandur segir að Ungverjaland hafi heillað hann mest á þessu ferðalagi og muni hann nýta þá innsýn sem hann öðlaðist á ferðalaginu í nýja starfinu. Hann segist ekki hættur að skoða heiminn og hefur hann í hyggju að skoða ferðaþjónustu á erlendri grundu enn frekar næsta vetur.
Guðbrandur hefur komið víða við og kynnst ferðaþjónustu frá ýmsum sjónarhornum. Hann hefur verið í hópbifreiðaakstri hjá fyrirtækinu, sem öðrum aðilum undanfarin ár. Hann hefur einnig starfað í veitingageiranum, en hann rak til að mynda veitingasölu í Faktorshúsinu á Ísafirði eitt sumar. Guðbrandur lagðist í víking í vetur þar sem hann kynnti sér starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja og skoðaði ferðamannastaði á Ítalíu, í Ungverjandi, Austurríki, Sviss og Þýskalandi. Guðbrandur segir að Ungverjaland hafi heillað hann mest á þessu ferðalagi og muni hann nýta þá innsýn sem hann öðlaðist á ferðalaginu í nýja starfinu. Hann segist ekki hættur að skoða heiminn og hefur hann í hyggju að skoða ferðaþjónustu á erlendri grundu enn frekar næsta vetur.